Leikkonan Eva Mendes virðist vera sérlega ánægð með nýja hlutverk eiginmanns síns, leikarans Ryan Gosling í kvikmyndinni Barbie sem er væntanleg á næsta ári.
Mendes birti mynd af Gosling á Instagram reikningi sínum á dögunum þar sem hann skartar aflituðu hári og magavöðvum. Undir myndina notaði Mendes myllumerkið „#Thatsmyken.“
Gosling fer með hlutverk Ken samhliða leikkonunni Margot Robbie sem fer með aðalhlutverk Barbie. Kvikmyndin er væntanleg hinn 21. júlí 2023, en stórleikarar á borð við Will Ferrel, Issa Rae og America Gerrera leika í kvikmyndinni.