Óska McCartney til hamingju með áttræðisafmælið

Paul McCartney er áttræður og er hvergi nærri hættur að …
Paul McCartney er áttræður og er hvergi nærri hættur að halda tónleika. AFP

Ringo Starr, Bruce Springsteen og Ronnie Wood eru meðal þeirra sem óskuðu tónlistarmanninum og Bítlinum Paul McCartney til hamingju með áttræðisafmælið í dag.

The Guardian greinir frá því að einungis séu nokkrir dagar frá því að McCartney lauk tónleikaferðalagi um Bandaríkin og næstu helgi mun hann koma fram á Glastonbury tónleikahátíðinni í Bretlandi. 

Á fimmtudag komu McCartney og Springsteen fram saman í New Jersey-ríki í Bandaríkjunum þar sem þeir sungu saman lögin Glory Days og I Wanna Be Your Man

Á sömu tónleikum kom Jon Bon Jovi einnig fram og söng afmælissöngin fyrir McCartney ásamt 50 þúsundum áhorfendum. 

Ringo Starr sendi „frið og ást“ til McCartney á Twitter ásamt því að vitna í lag Bítlanna Birthday.

Gítarleikari Rolling Stones, Ronnie Wood, og einn af stofnendum Beach Boys, Brian Wilson, óskuðu McCartney einnig til hamingju með afmælið á Twitter með því að birta mynd af þeim með Bítlinum.

McCartney á fimm börn og hefur verið giftur núverandi eiginkonu sinni Nancy Shevell síðan árið 2011. 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan