Ringo Starr, Bruce Springsteen og Ronnie Wood eru meðal þeirra sem óskuðu tónlistarmanninum og Bítlinum Paul McCartney til hamingju með áttræðisafmælið í dag.
The Guardian greinir frá því að einungis séu nokkrir dagar frá því að McCartney lauk tónleikaferðalagi um Bandaríkin og næstu helgi mun hann koma fram á Glastonbury tónleikahátíðinni í Bretlandi.
Á fimmtudag komu McCartney og Springsteen fram saman í New Jersey-ríki í Bandaríkjunum þar sem þeir sungu saman lögin Glory Days og I Wanna Be Your Man.
Á sömu tónleikum kom Jon Bon Jovi einnig fram og söng afmælissöngin fyrir McCartney ásamt 50 þúsundum áhorfendum.
Ringo Starr sendi „frið og ást“ til McCartney á Twitter ásamt því að vitna í lag Bítlanna Birthday.
Gítarleikari Rolling Stones, Ronnie Wood, og einn af stofnendum Beach Boys, Brian Wilson, óskuðu McCartney einnig til hamingju með afmælið á Twitter með því að birta mynd af þeim með Bítlinum.
McCartney á fimm börn og hefur verið giftur núverandi eiginkonu sinni Nancy Shevell síðan árið 2011.
They say it’s your birthday Saturday happy birthday Paul love you man have a great day peace and love Ringo and Barbara love love peace and love 😎✌️🌟❤️❤️ pic.twitter.com/foex8TZa8m
— #RingoStarr (@ringostarrmusic) June 17, 2022
Wishing @PaulMcCartney a very happy 80th birthday!!😎💕🎂🎸🎶 pic.twitter.com/v68yWFaDsY
— Ronnie Wood (@ronniewood) June 18, 2022
A Friend Like You: Happy 80th Birthday to Paul McCartney! pic.twitter.com/LYJropOi0y
— Brian Wilson (@BrianWilsonLive) June 18, 2022