Greiðari leið fyrir íslenska leikara erlendis

Smári fór með hlutverk Magnúsar, sérvits auglýsingaleikstjóra.
Smári fór með hlutverk Magnúsar, sérvits auglýsingaleikstjóra. Ljósmynd/Fredrik Bond

Smári Gunnarsson, íslenskur leikari sem fór með aðalhlutverk í nýrri auglýsingu Mercedes Benz, segist ánægður með bæði útkomuna og það skapandi ferli sem fór í hana.

Hann segir ferlið hafi einkennst af spuna og samvinnu auk þess sem tækifærin úti séu mörg og bransann frjálslegan.

„Þegar ég mætti þarna inn þá bara breyttu þeir hlutverkinu í íslenskan auglýsingaleikstjóra,“ segir Smári í samtali við mbl.is en hann leikur hinn sérvitra auglýsingaleikstjóra Magnús í auglýsingunni.

Þjóðerni skiptir litlu máli

Smári segist oft prufa fyrir hlutverk þar sem um er að ræða karakter sem er frá öðru en enskumælandi landi. Þar skipti þjóðerni ekki endilega máli.

„Þetta er svo opið. Ef maður getur performað á tungumálinu eða með hreiminum, þá eru allir opnir fyrir því að ráða mann,“ segir hann og bætir við að hann hitti oft sömu leikarana í þeim prufum, marga hverja frá öðrum þjóðum Skandinavíu.

Smári var í tvígang kallaður í prufu sem voru báðar mjög miðaðar að spuna og karakternum, áðurnefndum Magnúsi.

„Þetta er svo opið. Ef maður getur performað á tungumálinu …
„Þetta er svo opið. Ef maður getur performað á tungumálinu eða með hreiminum, þá eru allir opnir fyrir því að ráða mann,“ segir Smári. Ljósmynd/Fredrik Bond

„Þeir voru að athuga hvort maður gæti spunnið svolítið á staðnum, sett sig í hlutverk leikstjóra,“ segir Smári. Það hafi verið hentugt þar sem hann hefur leikstýrt og skrifað mikið síðustu ár.

„Það hjálpar alveg til, þegar maður er að búa til karakter, að hafa eitthvað hráefni til þess að geta unnið með. Auðvitað er karakterinn smá ólíkur mér samt sem leikstjóra,“ bætir hann við og hlær, en karakterinn er vægast sagt skrautleg týpa.

Karakterinn blanda af mörgum leikstjórum

Hefurðu einhvern tíman unnið með svona sérvitringum?

Smári hlær. „Kannski ekki alveg svona. Þessi karakter er kannski svona blanda af mörgum leikstjórum þarna úti.

Það voru alls konar hugmyndir hjá hinum „sanna“ leikstjóra auglýsingarinnar,“ segir hann og á þar við leikstjórann Fredrik Bond, sem hefur getið sér sér gott orð í auglýsingabransanum og unnið með fyrirtækjum á borð við Apple og Coca Cola.

Fredrik Bond leikstýrði auglýsingunni en hann hefur undanfarið getið sér …
Fredrik Bond leikstýrði auglýsingunni en hann hefur undanfarið getið sér sér gott orð í auglýsingabransanum með fyrirtækjum á borð við Apple og Coca Cola. Ljósmynd/Fredrik Bond

Leikarar hvaðan af í heiminum komu að verkefninu og sköpuðu það sem sést í auglýsingunni eftir handleiðslu hans, og handritið leiðandi, frekar en sett í stein.

„Það er alveg frábært að vinna með honum. Þetta var mjög mikið samvinnuverkefni hvernig karakterinn varð, hvað við erum að gera í senunum. Hópurinn fékk mjög mikið að koma með hugmyndir, þetta var mjög skapandi ferli.“

Flottir hlutir að gerast

Smári hefur verið búsettur úti í Lundúnum frá því hann flutti út í leiklistarskóla árið 2007. „Síðan þá hef ég verið að gera alls konar. Ég vinn mikið við talsetningar hérna í Bretlandi fyrir auglýsingar og tölvuleiki aðallega.

Svo leik ég þegar ég hef tækifæri til,“ segir Smári en hann, líkt og margir íslenskir leikarar, lék í Eurovision-kvikmyndinni fyrir Netflix sem fór ekki fram hjá mörgum landsmönnum á sínum tíma.

„Ég var mjög heppinn þar að fá eina senu með Will Ferrell sem hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds gamanleikurum.“ Mest hefur hann verið að leikstýra og skrifa sjálfur þó á síðari árum.

Smári lék senu með Will Ferrel í Eurovision-kvikmyndinni sem flestum …
Smári lék senu með Will Ferrel í Eurovision-kvikmyndinni sem flestum er kunn. Skjáskot/Netflix

„En ég stekk alltaf á það þegar fæ tækifæri til að leika. Ég væri til í að leika líka meira á Íslandi,“ segir hann en síðast lék hann hér á landi í þáttunum Stellu Blómkvist sem komu út vorið 2018.

„Það eru rosalega flottir hlutir að gerast í kvikmyndagerð á Íslandi. Maður tekur sérstaklega eftir því hérna úti hvað leiðin er orðin greið fyrir íslenska sjónvarpsþætti og kvikmyndir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka