Lenti á spítala eftir Elvis

Austin Butler fær glimrandi dóma fyrir túlkun sína á Elvis.
Austin Butler fær glimrandi dóma fyrir túlkun sína á Elvis. AFP/Justin Tallis

Bandaríski leikarinn Austin Butler, sem leikur sjálfan Elvis Presley í flunkunýrri kvikmynd um ævi rokkkóngsins, gaf sig allan í verkefnið og endaði meira að segja á spítala degi eftir að tökum lauk. „Ég vaknaði sárkvalinn og brunað var með mig á spítala,“ segir hann í samtali við breska tímaritið GQ.

Hann mun hafa verið greindur með sýkingu og þurfti að liggja inni í heila viku. Butler er ekki í nokkrum vafa um að veikindin hafi tengst verkefninu, enda hafi hann verið lengi í karakter. „Líkami minn gaf sig bara eftir að ég hætti að vera Elvis,“ segir hann.

Í viðtalinu kemur fram að hans nánustu hafi tekið eftir breytingum á Butler meðan á gerð myndarinnar stóð og að rödd hans sé önnur í dag. „Fjölskyldan segir að ég hljómi ekki lengur eins og ég sjálfur,“ segir hann.

Það var heilmikill Elvis í honum

Butler þurfti að skipta tíma sínum milli Elvis og sjónvarpsmyndaflokksins Masters of the Air, sem gerist í seinna stríði, en alltaf fylgdi kóngurinn honum.

„Ég hugsaði með mér: Svona hefur Elvis liðið þegar hann var kvaddur í herinn. Eina stundina er maður umkringdur veinandi aðdáendum og þá næstu kominn í einkennisbúning, eins og hver annar maður.“

Austin Butler áamt Oliviu DeJonge og Tom Hanks sem einnig …
Austin Butler áamt Oliviu DeJonge og Tom Hanks sem einnig leika í myndinni. AFP/Christophe Simon


Cary Fukunaga, leikstjóri Master of the Air, fór ekki varhluta af þessu. „Þegar hann mætti á svæðið var heilmikill Elvis í honum,“ hefur GQ eftir honum.

Sjálfur viðurkennir Butler að sér þyki vænst um Elvis af öllu því fólki sem hann hefur aldrei hitt. Þeir eiga líka sitthvað sameiginlegt.

„Móðir hans féll frá þegar hann var 23 ára og móðir mín dó einnig þegar ég var 23 ára. Ég fékk gæsahúð þegar ég komst að þessu og ég hugsaði með mér: Gott og vel, ég get tengt við þetta.“

Hvort Butler á svo nokkurn tímann eftir að losa sig við Elvis mun tíminn leiða í ljós.

Nánar er fjallað um Butler og Elvis í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka