Árni Páll Árnason, eða Herra Hnetusmjör eins og hann er kallaður, verður dómari í Idol-stjörnuleit sem sýnd verður á Stöð 2 í vetur. Þessi rappari sem hefur notið mikilla vinsælda hérlendis er fyrsti dómari af fjórum sem kynntur er til leiks.
„Ég ólst upp við það að horfa á Idol og er gríðarlega spenntur fyrir því að finna næstu stjörnu. Idol er goðsagnakennt fyrirbæri og það er sannur heiður að fá að vera með,“ segir Herra Hnetusmjör í samtali við <a href="https://www.visir.is/g/20222275423d/herra-hnetusmjor-er-fyrsti-idol-domarinn" target="_blank">Vísi.is. </a>
Þar kemur fram að hinir þrír dómararnir verði kynntir á næstu dögum.