Bachelorette parið Michelle Young og Nayte Olukoya eru hætt saman rúmum sex mánuðum eftir trúlofun sína í raunveruleikaþáttunum vinsælu.
Young og Olukoya greindu bæði frá sambandsslitunum á Instagram reikningum sínum.
„Mér þykir erfitt að segja frá því en við Nayte munum fara í sitt hvora áttina, en ég stend með honum og þekki þungann sem er til staðar í hjörtum okkar beggja þar sem þetta samband hefur verið mjög raunverulegt fyrir okkur bæði,“ skrifaði Young. Hún sagði samband þeirra í augum almennings ekki hafa verið auðvelt.
„Þegar við hófum þessa vegferð vorum við að leita að sálufélaga okkar,“ skrifaði Olukoya. „Hins vegar, þegar við vöxum og lærum gerum við okkur líka grein fyrir því að stundum er einhver sem þér þykir vænt um ekki sá sem þér er ætlað að eyða restinni af lífi þínu með.“