Opinberar ástina á samfélagsmiðlum

Demi Moore.
Demi Moore. AFP

Leikkonan Demi Moore deildi í fyrsta sinn mynd af sér og nýja kærastanum, veitingamanninum Daniel Humm, á samfélagsmiðilinn Instagram á dögunum. 

Af myndinni af dæma virðist Moore skemmta sér afar vel í faðmi Humms en hún var eitt stórt sólskinsbros í framan. Er þetta fyrsta myndin sem birtist opinberlega af turtildúfunum. Greint var frá því í apríl að Moore og Humm væru farin að stinga saman nefjum en staðfesting þess efnis hafði aldrei borist fyrr en nú. 

Parið var mætt til að hvetja tennisleikarann Rafael Nadal áfram í úrslitaleik Opna franska meistaramótsins þar sem hann bar sigur úr býtum í 14. sinn. Sjónarvottar sögðu þau Moore og Humm hafa haldist í hendur þegar þau mættu á leikvanginn en með þeim í för var hundur Moore, sem heitir Pilaf. Fréttamiðillinn People greindi frá. 

Moore á þrjú hjónabönd að baki og aldrei að vita hvort til þess komi að hún gangi í það heilaga í fjórða sinn á næstunni. Á árunum 1980-1985 var hún gift Freddy Moore. Tveimur árum síðar gekk hún að eiga stórleikarann Bruce Willis og voru þau gift til ársins 2000. Árið 2005 gekk leikarinn Aston Kutcher inn í líf Moore en upp úr hjónabandi þeirra slitnaði árið 2013. 

View this post on Instagram

A post shared by Demi Moore (@demimoore)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka