Giftu sig í annað sinn

Hjónin Alex Pettyfer og Toni Garrn.
Hjónin Alex Pettyfer og Toni Garrn. Skjáskot/Instagram

Þýska fyrirsætan Toni Garrn og eiginmaður hennar, leikarinn Alex Pettyfer höfðu verið gift í tuttugu mánuði þegar þau ákváðu á dögunum að gifta sig í annað sinn. Brúðkaupið fór fram á grísku eyjunni Paros.

Skjáskot/Instagram

Af myndum af dæma nutu hjónin sín í botn í rómantískri athöfn í sólinni. Garrn og Pettyfer höfðu áður gift sig í heimabæ hennar, Hamborg í Þýskalandi í nóvember 2020, rúmu ári eftir að Pettyfer bað Garrn. Saman eiga hjónin 11 mánaða dótturina Luca Malaika. 

View this post on Instagram

A post shared by TONI GARRN (@tonigarrn)

Fyrrum Victoria's Secret-fyrirsætan var áður með stórleikaranum Leonardo DiCaprio, eða frá 2013 til 2014. Þau sáust saman nokkrum sinnum til ársins 2017, en Garrn kynntist svo eiginmanni sínum 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Loka