Þýska fyrirsætan Toni Garrn og eiginmaður hennar, leikarinn Alex Pettyfer höfðu verið gift í tuttugu mánuði þegar þau ákváðu á dögunum að gifta sig í annað sinn. Brúðkaupið fór fram á grísku eyjunni Paros.
Af myndum af dæma nutu hjónin sín í botn í rómantískri athöfn í sólinni. Garrn og Pettyfer höfðu áður gift sig í heimabæ hennar, Hamborg í Þýskalandi í nóvember 2020, rúmu ári eftir að Pettyfer bað Garrn. Saman eiga hjónin 11 mánaða dótturina Luca Malaika.
Fyrrum Victoria's Secret-fyrirsætan var áður með stórleikaranum Leonardo DiCaprio, eða frá 2013 til 2014. Þau sáust saman nokkrum sinnum til ársins 2017, en Garrn kynntist svo eiginmanni sínum 2018.