Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal og Guðrún Árný eru á meðal þeirra sem koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í ár.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd.
Þá munu Bríet, Bubbi, Aron Can, XXX Rottweiler, Flott, RVK DTR, Klara Elías, Sprite Zero Klan, Bandmenn, Stuðlabandið og Hipsumhaps einnig stíga á svið.