Rupert Murdoch og Jerry Hall að skilja

Rupert Murdoch og Jerry Hall gengu í hjónaband árið 2016.
Rupert Murdoch og Jerry Hall gengu í hjónaband árið 2016. AFP

Skilnaður er framund­an milli viðskipta­jöf­urs­ins Rupert Mur­doch og Jerry Hall, eig­in­konu hans, sam­kvæmt heim­ild­um New York Times. 

Rupert Mor­duch, 91 árs,  er eig­andi fjöl­miðlaveld­is, og nær eign­ar­hald hans meðal ann­ars til sjón­varps­stöðvar­inn­ar Fox News, og dag­blaðsins The Wall Street Journal. Jerry Hall, 65 ára, er leik­kona og fyr­ir­sæta. 

Gæti haft áhrif á Fox News, The Sun og Sky News

Það þykir ólík­legt að skilnaður­inn komi til með að hafa telj­andi áhrif á eign­ar­hald Mur­doch, enda eru öll hluta­bréf hans, í þeim fyr­ir­tækj­um sem hann hef­ur stofnað sjálf­ur, bund­in í sjóð fjöl­skyld­unn­ar, þar sem at­kvæðis­rétt­ur skipt­ist milli Mur­doch og fjög­urra barna hans, þeirra Lachl­an, El­iza­beth, James og Pru­dence.

Mur­doch hef­ur búið svo um hnút­ana að hans at­kvæði hafi svo mikið vægi, að ómögu­legt sé að taka ákv­arðanir gegn hans vilja. 

Það gild­ir þó ekki um eign­ar­hald hans í sjón­varps­stöðvun­um Fox News í Banda­ríkj­un­um og Sky News í Ástr­al­íu ásamt breska dag­blaðinu The Sun. 

Fjórði skilnaður­inn 

Mur­doch hef­ur verið gift­ur þris­var áður, og því væri um fjórða hjóna­skilnaðinn hans að ræða.

Hann skildi við Wendi Deng, frum­kvöðul og fjár­festi, árið 2014, eft­ir fimmtán ára hjóna­band. Þar áður hafði hann verið í hjóna­bandi með fjöl­miðlakonu sem ber nafnið Anna Mann, og voru þau gift í rúm­lega þrjá ára­tugi. Pat­ricia Booker var fyrsta eig­in­kona Mur­doch, en þau skildu árið 1965. 

Jerry Hall var áður gift söngv­ar­an­um Mick Jag­ger, en þau skildu árið 1999. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Samstarfsmenn þínir eru algerlega óútreiknanlegir í dag og gætu átt það til að hella sér yfir þig. Gefðu þér tíma til að sinna hugðarefnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Samstarfsmenn þínir eru algerlega óútreiknanlegir í dag og gætu átt það til að hella sér yfir þig. Gefðu þér tíma til að sinna hugðarefnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver