Rupert Murdoch og Jerry Hall að skilja

Rupert Murdoch og Jerry Hall gengu í hjónaband árið 2016.
Rupert Murdoch og Jerry Hall gengu í hjónaband árið 2016. AFP

Skilnaður er framundan milli viðskiptajöfursins Rupert Murdoch og Jerry Hall, eiginkonu hans, samkvæmt heimildum New York Times. 

Rupert Morduch, 91 árs,  er eigandi fjölmiðlaveldis, og nær eignarhald hans meðal annars til sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, og dagblaðsins The Wall Street Journal. Jerry Hall, 65 ára, er leikkona og fyrirsæta. 

Gæti haft áhrif á Fox News, The Sun og Sky News

Það þykir ólíklegt að skilnaðurinn komi til með að hafa teljandi áhrif á eignarhald Murdoch, enda eru öll hlutabréf hans, í þeim fyrirtækjum sem hann hefur stofnað sjálfur, bundin í sjóð fjölskyldunnar, þar sem atkvæðisréttur skiptist milli Murdoch og fjögurra barna hans, þeirra Lachlan, Elizabeth, James og Prudence.

Murdoch hefur búið svo um hnútana að hans atkvæði hafi svo mikið vægi, að ómögulegt sé að taka ákvarðanir gegn hans vilja. 

Það gildir þó ekki um eignarhald hans í sjónvarpsstöðvunum Fox News í Bandaríkjunum og Sky News í Ástralíu ásamt breska dagblaðinu The Sun. 

Fjórði skilnaðurinn 

Murdoch hefur verið giftur þrisvar áður, og því væri um fjórða hjónaskilnaðinn hans að ræða.

Hann skildi við Wendi Deng, frumkvöðul og fjárfesti, árið 2014, eftir fimmtán ára hjónaband. Þar áður hafði hann verið í hjónabandi með fjölmiðlakonu sem ber nafnið Anna Mann, og voru þau gift í rúmlega þrjá áratugi. Patricia Booker var fyrsta eiginkona Murdoch, en þau skildu árið 1965. 

Jerry Hall var áður gift söngvaranum Mick Jagger, en þau skildu árið 1999. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir