Hefur gaman að því að mæta óboðinn í brúðkaup

Tom Hanks.
Tom Hanks. AFP

Stórleikarinn Tom Hanks útskýrði hvers vegna hann elskar mæta óboðinn í brúðkaup hjá ókunnugum brúðhjónum. Hanks var gestur í Late Night Show hjá spjallþáttakónginum Seth Mayers í vikunni þar sem hann fór öll brúðkaupin sem hann hefur gerst boðflenna í síðustu ár og hafði gaman að.

„Þetta er mitt óhindraða egó,“ sagði Hanks í hæðni og kitlaði hláturtaugar áhorfenda í sjónvarpssalnum. „Ég get bara ekki annað en hugsað: Hvað myndi þetta fólk vilja meira en nokkuð annað til að toppa stóradaginn sinn? Ó, ég veit. Mig,“ sagði Hanks með miklu tilþrifum.

Líkt og frægt er orðið hefur Tom Hanks gert sig velkominn í fleiri brúðkaup en flestir fara í yfir ævina. Það skilur enginn hvað þetta nú sé með Hanks og brúðkaupin en flest þeirra brúðhjóna sem hafa fengið nærveru Tom Hanks í brúðkaupsgjöf hafa verið himinlifandi með þann óvænta glaðning, samkvæmt fréttamiðlinum People.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar