Lopez vildi vera ein á sviðinu

Jennifer Lopez móðgaðist mjög vegna hálfleiks Super Bowl.
Jennifer Lopez móðgaðist mjög vegna hálfleiks Super Bowl. AFP/ VALERIE MACON

Jenni­fer Lopez fannst það frek­ar móðgandi að vera gert að deila sviðinu með Shak­iru í hálfleik Super Bowl. Þetta kem­ur fram í nýrri heim­ild­ar­mynd um söng­kon­una Hal­ftime.

„Venju­lega er það einn sem skemmt­ir í hálfleik. Sá listamaður sem er val­inn, skap­ar sýn­ing­una og get­ur valið hvort hann fær til sín aðra lista­menn til að troða upp með sér eða ekki, það er þeirra val. Það var móðgandi að segja að það þyrftu að vera tvær róm­ansk­ar söng­kon­ur til að troða upp í stað þessa eins sem hefð er fyr­ir,“ sagði Lopez.

Gloria Estef­an gef­ur lítið fyr­ir þetta. Hún seg­ir að stjórn­end­ur hálfleiks hafi viljað tryggja góða sýn­ingu og viljað ákveðna fjöl­breytni milli Miami og rómönsku Am­er­íku.

„Staðreynd­irn­ar eru þess­ar. Tím­inn er af mjög skorn­um skammti eða um 12 mín­út­ur. Ég held að þeir hafi viljað fá sem allra mest úr þess­um 12 mín­út­um og skapa „lat­in extra­vag­anza“,“ seg­ir Estef­an sem var boðið að taka þátt í sýn­ing­unni með Lopez og Shak­iru en hafi afþakkað boðið. Hún vildi hvorki stela at­hygl­inni né þurfa að fara í megr­un í des­em­ber.

Jennifer Lopez og Shakira á Super Bowl 2020.
Jenni­fer Lopez og Shakira á Super Bowl 2020. AFP
Gloria Estefan segir Lopez að róa sig.
Gloria Estef­an seg­ir Lopez að róa sig. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver