Jo O´Meara var söngkona í unglingasveitinni S Club 7 sem naut mikillar velgengni á tíunda áratugnum. Það sem enginn vissi var að hún barðist við mikla spilafíkn en var lengi vel í afneitun.
O´Meara elskaði spilakassa og varði miklum tíma í þeim áður en hún steig á svið. Þannig tókst hún á við pressuna sem fylgdi því að vera í hljómsveit.
„Þetta snerist ekki um peninga. Ég vildi bara fá þrjá ávexti í röð í spilakassanum og að ljósin blikkuðu. Sú víma hélt mér gangandi og ég gat ýtt frá mér öllum áhyggjunum,“ segir O´Meara sem segist hafa fljótt farið að mæta fyrr til þess að geta varið meiri tíma í spilakössunum.
„Ég var ekkert að pæla í þessu. Ég bara mætti snemma og setti hvern hundraðkallinn inn á eftir öðrum. Svo bara allt í einu er maður búinn að eyða meiru en maður ætlaði sér.“
Ekki leið á löngu þar til hljómsveitameðlimirnir fóru að hafa áhyggjur og það rataði í fréttir að hún væri með spilafíkn.
„Við vorum að ferðast um landið og ég lét mig hverfa. Allir vissu að ég væri í spilakössunum. Það var bara típískt ég. Ég var rosalega pirruð að fólk héldi að ég væri spilafíkill. Það er aðeins ný til komið að ég áttaði mig á vandanum sjálf.“
Nú viðurkennir hún að þetta var meira en bara það að hafa smá gaman í spilakössum. „Þetta snerist um að sigra vélina og spennuna sem fylgdi því. En með tímanum lærir maður að það er ekki hægt að sigra kassana.“
„Ég hef aldrei áður rætt þetta en mér finnst mikilvægt að vekja athygli á því að spilafíkn fer ekki í manngreiningarálit. Allir geta orðið spílafíklar óháð kyni, aldri og bakgrunni. Ég óttast líka að vandinn fari vaxandi með tilkomu snjallsímanna og hækkandi vöruverðs.“