Rænd þrítugsaldrinum

Sky Ferreira á rauða dreglinum í síðasta mánuði.
Sky Ferreira á rauða dreglinum í síðasta mánuði. AFP/Dimitrios Kambouris

Sky Fer­reira er með dul­ar­fyllri kon­um í popp­heim­um. Hún fékk fljúg­andi start með fyrstu breiðskífu sinni árið 2013 en sára­lítið hef­ur verið að frétta síðan. Nú full­yrðir söng­kon­an hins veg­ar að önn­ur breiðskífa sín komi út síðar á þessu ári. 

„Það er aðallega skúff­andi hversu breitt bilið á milli platn­anna minna er orðið. Ég var rænd þrítugs­aldr­in­um. Fólk tal­ar um mig eins og að ég sé göm­ul herfa núna. Það er mein­fyndið en af því að ég birti ekki stans­laust mynd­ir af mér, bú­ast marg­ir við því að ég líti ennþá út fyr­ir að vera 18 ára. Ég er ekki kom­in með hrukk­ur en samt sem áður hef ég gengið í gegn­um margt. Það sést ábyggi­lega!“

Óhjá­kvæmi­legt er að staldra aðeins við þessi orð banda­rísku popp­söng­kon­unn­ar Sky Fer­reira í viðtali við breska blaðið The Guar­di­an á dög­un­um. Það hef­ur sann­ar­lega gengið á ýmsu í henn­ar lífi, sem enn er til þess að gera stutt – hún verður ekki nema þrítug 8. júlí.

Fyr­ir þá sem ekki muna, kom Fer­reira eins og storm­sveip­ur inn á sviðið fyr­ir rúm­um ára­tug. Eins og verður sí­fellt al­geng­ara, þá vakti hún fyrst at­hygli bráðung fyr­ir lög sem hún samdi og flutti á sam­fé­lags­miðlin­um Myspace. Plötu­út­gáf­an Par­loph­o­ne samdi í fram­hald­inu við Fer­reira og tvær EP-plöt­ur litu dags­ins ljós, 2011 og 2012. Báðar inni­héldu þær elektrón­ískt dan­spopp að hætti húss­ins og fengu býsna góða dóma.

Einnig fyr­ir­sæta og leik­kona

 Á þess­um tíma var hún einnig far­in að hasla sér völl í fyr­ir­sætu­brans­an­um og kvik­mynd­um. All­ar dyr virt­ust standa gal­opn­ar.
Ekki dró úr æðinu eft­ir að fyrsta breiðskíf­an, Nig­ht Time, My Time, kom út haustið 2013. Tit­ill­inn mun vera til­vitn­un í Lauru heitna Pal­mer úr Tví­dröng­um. En það vissuð þið auðvitað fyr­ir! Þarna hafði Fer­reira fléttað gröns­skotnu indírokki inn í dan­spoppið sitt, svo úr varð áhuga­vert hana­stél. Þegar hér er komið sögu var stúlk­an geng­in til liðs við út­gáfu­fyr­ir­tækið Capitol Records. Nig­ht Time, My Time fékk gegn­umsneitt glimr­andi dóma og var víða á lista yfir bestu plöt­ur árs­ins. Popp­stjarna var fædd.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Sky …
Mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar frá því að Sky Fer­reira skaut fyrst upp á stjörnu­him­in­inn vestra yrir um ára­tug. Þessi mynd er tek­in árið 2012. AFP/​Bry­an Bedder


Snemma kom í ljós að Fer­reira ætlaði ekki að sigla milli skers og báru í brans­an­um en hún er ber að ofan í steypibaði fram­an á plötu­um­slag­inu. Þrátt fyr­ir úr­töl­ur Capitol Records, hélt hún sig við mynd­ina, enda leit hún ná­kvæm­lega þeim aug­um á verkið – að hún væri að bera sig fyr­ir heim­in­um.

Í viðtali við tíma­ritið NME sagði Fer­reira flesta sem hefðu um­slagið á horn­um sér vera karla. „Ég stæði mig ekki í stykk­inu sem femín­isti ef mér tæk­ist ekki að reita neinn til reiði. En ég er að skapa list og vera sjálfri mér trú. Ég er ekki að reyna að selja lík­ama minn, enda þótt hann sé minn að selja ef mér sýnd­ist svo! Þetta er ekki einu sinni um­slag sem sel­ur – það sem sel­ur eru and­lits­mynd­ir, tekn­ar af tísku­ljós­mynd­ur­um. En ég nennti því ekki, er alltaf að gera það.“

Grein­ina í heild má lesa í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt rétt sé að gefa sértíma til að kanna málavöxtu, kemur alltaf að því að það verður að taka ákvörðun. Mundu að leyfa vinum að njóta sólskinsins með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt rétt sé að gefa sértíma til að kanna málavöxtu, kemur alltaf að því að það verður að taka ákvörðun. Mundu að leyfa vinum að njóta sólskinsins með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir