Erfitt að standa undir Beckham-nafninu

Hjónin Nicola Peltz og Brooklyn Beckham.
Hjónin Nicola Peltz og Brooklyn Beckham. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Nicola Peltz segir eiginmann sinn, Brooklyn Beckham hafa fundið fyrir mikilli pressu að standa undir fræga nafninu og þóknast fólki með ferli sínum. Í dag hefur hann fundið ástríðu sína í matargerð, en áður hafði hann byrjað feril sem knattspyrnumaður, ljósmyndari og fyrirsæta. 

Brooklyn er frumburður glæsihjónanna David Becham og Victoria Beckham. Hann hefur því verið í sviðsljósinu frá unga aldri. Hann vonaðist fyrst til að verða atvinnumaður í fótbolta líkt og faðir hans, en hann var látinn fara frá Lundúnaliðinu Arsenal áður en hann náði 16 ára aldri. 

View this post on Instagram

A post shared by @brooklynpeltzbeckham

Eftir það fór hann á fullt í tískuljósmyndun og fyrirsætustörf. Í kórónuveirufaraldrinum fór hann svo af stað með matreiðsluþættina Cookin' with Brooklyn á Facebook þar sem hann deildi myndskeiðum frá eldhúsinu sínu. Nicola sagði í samtali við Tatler að hún héldi að það væri köllun hans. 

View this post on Instagram

A post shared by @brooklynpeltzbeckham

„Þú sérð að þegar Brooklyn er í eldhúsinu, þá er hann í himnaríki. Allt frá því heimsfaraldurinn hófst hefur hann bara viljað tala um að vera í eldhúsinu, svo ég byrjaði að taka hann upp einn daginn. Ég sagði: „Þetta er það sem þú elskar“,“ sagði Nicole. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir