Erfitt að standa undir Beckham-nafninu

Hjónin Nicola Peltz og Brooklyn Beckham.
Hjónin Nicola Peltz og Brooklyn Beckham. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Nicola Peltz segir eiginmann sinn, Brooklyn Beckham hafa fundið fyrir mikilli pressu að standa undir fræga nafninu og þóknast fólki með ferli sínum. Í dag hefur hann fundið ástríðu sína í matargerð, en áður hafði hann byrjað feril sem knattspyrnumaður, ljósmyndari og fyrirsæta. 

Brooklyn er frumburður glæsihjónanna David Becham og Victoria Beckham. Hann hefur því verið í sviðsljósinu frá unga aldri. Hann vonaðist fyrst til að verða atvinnumaður í fótbolta líkt og faðir hans, en hann var látinn fara frá Lundúnaliðinu Arsenal áður en hann náði 16 ára aldri. 

View this post on Instagram

A post shared by @brooklynpeltzbeckham

Eftir það fór hann á fullt í tískuljósmyndun og fyrirsætustörf. Í kórónuveirufaraldrinum fór hann svo af stað með matreiðsluþættina Cookin' with Brooklyn á Facebook þar sem hann deildi myndskeiðum frá eldhúsinu sínu. Nicola sagði í samtali við Tatler að hún héldi að það væri köllun hans. 

View this post on Instagram

A post shared by @brooklynpeltzbeckham

„Þú sérð að þegar Brooklyn er í eldhúsinu, þá er hann í himnaríki. Allt frá því heimsfaraldurinn hófst hefur hann bara viljað tala um að vera í eldhúsinu, svo ég byrjaði að taka hann upp einn daginn. Ég sagði: „Þetta er það sem þú elskar“,“ sagði Nicole. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir