Erfitt að standa undir Beckham-nafninu

Hjónin Nicola Peltz og Brooklyn Beckham.
Hjónin Nicola Peltz og Brooklyn Beckham. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Nicola Peltz seg­ir eig­in­mann sinn, Brook­lyn Beckham hafa fundið fyr­ir mik­illi pressu að standa und­ir fræga nafn­inu og þókn­ast fólki með ferli sín­um. Í dag hef­ur hann fundið ástríðu sína í mat­ar­gerð, en áður hafði hann byrjað fer­il sem knatt­spyrnumaður, ljós­mynd­ari og fyr­ir­sæta. 

Brook­lyn er frumb­urður glæsi­hjón­anna Dav­id Becham og Victoria Beckham. Hann hef­ur því verið í sviðsljós­inu frá unga aldri. Hann vonaðist fyrst til að verða at­vinnumaður í fót­bolta líkt og faðir hans, en hann var lát­inn fara frá Lund­únaliðinu Arsenal áður en hann náði 16 ára aldri. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by @brook­lyn­peltz­beckham

Eft­ir það fór hann á fullt í tísku­ljós­mynd­un og fyr­ir­sætu­störf. Í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um fór hann svo af stað með mat­reiðsluþætt­ina Cook­in' with Brook­lyn á Face­book þar sem hann deildi mynd­skeiðum frá eld­hús­inu sínu. Nicola sagði í sam­tali við Tatler að hún héldi að það væri köll­un hans. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by @brook­lyn­peltz­beckham

„Þú sérð að þegar Brook­lyn er í eld­hús­inu, þá er hann í himna­ríki. Allt frá því heims­far­ald­ur­inn hófst hef­ur hann bara viljað tala um að vera í eld­hús­inu, svo ég byrjaði að taka hann upp einn dag­inn. Ég sagði: „Þetta er það sem þú elsk­ar“,“ sagði Nicole. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þetta er góður dagur til að kaupa eitthvað fallegt. Mundu líka að draumar þínir geta orðið að veruleika ef þú ert óhræddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þetta er góður dagur til að kaupa eitthvað fallegt. Mundu líka að draumar þínir geta orðið að veruleika ef þú ert óhræddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir