Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan, Kendall Jenner, birti nektarmynd af sér á Instagram. Jenner liggur klæðalaus á sólbekk á myndinni. Hún birti þessa mynd ásamt fleirum í kjölfar þess að sambandsslit hennar og NBA körfuboltakappans Devin Booker voru opinberuð.
Hvorki Jenner eða Booker hafa tjáð sig opinberlega um sambandsslitin. Parið var saman í tvö ár en þau sáust fyrst saman í apríl 2020. Booker var með Jenner í brúðkaupi Kourtney Kardashian og Travis Barker fyrir rúmum mánuði síðan og virtist allt í blóma hjá þeim þar.