Talin hafa drukknað í New York-ánni

Leikkonan Mary Mara.
Leikkonan Mary Mara. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Mary Mara, sem er þekkt fyrir hlutverk sín í þáttum á borð við ER og Law & Order, er látin 61 árs að aldri. Grunur er um að hún hafi drukknað í New York-ánni í Bandaríkjunum. 

Samkvæmt heimildum E news fannst Mara látin 26. júní. Dánarorsök hefur ekki enn verið gefin upp, en grunur er um að hún hafi drukknað þegar hún var að synda í St. Lawrance ánni í New York. 

Yfirmaður Mara, Craig Dorfman segir hana hafa verið einstaka. „Mara var ein besta leikkona sem ég hef kynnst. Ég sá hana í fyrsta skipti utan Brodway árið 1992 í Mad Forest og hún var mögnuð. Hún var einstök, ótrúlega fyndin og yndisleg kona sem verður sárt saknað.“

Á ferli sínum gegndi Mara hlutverki Loretta Sweet í þáttunum ER frá árinu 1995 til 1996. Þar að auki fór hún með hlutverk í þáttunum NYPD Blue, Dexter og Hope & Gloria. Hún lék einnig í kvikmyndunum Blue Steel, True Colors og Mr. Saturday Night. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar