Á yfir höfði sér áratuga fangelsi

R. Kelly í september árið 2019.
R. Kelly í september árið 2019. AFP

Dómur verður kveðinn upp í dag yfir R. Kelly, næstum ári eftir að hann var fundinn sekur um að hafa í áratugi leitt glæpastarfsemi sem gekk út á mansal og vændi.

Saksóknarar hvöttu dómstólinn til að setja bandaríska tónlistarmanninn á bak við lás og slá í að minnsta kosti 25 ár og sögðu almenningi stafa mikil hætta af honum.

Verjendur Kelly, sem er 55 ára og situr í fangelsi í Brooklyn, vilja vægari dóm yfir honum, að hámarki 17 ár.

Val á kviðdómi í öðru mál gegn Kelly í Chicago á að hefjast 15. ágúst. Það tengist tveimur fyrrverandi samstarfsmönnum hans og máli gegn söngvaranum árið 2008. Tvö önnur mál gegn Kelly eru einnig fyrirhuguð í tveimur öðrum ríkjum.

Litið var á sakfellingu Kelly í New York sem stóran áfanga fyrir #MeToo-hreyfinguna. Var það í fyrsta sinn sem stór réttarhöld voru haldin vegna kynferðislegrar misnotkunar þar sem svartar konur voru í meirihluta þeirra sem stigu fram með ásakanir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka