Dómur verður kveðinn upp í dag yfir R. Kelly, næstum ári eftir að hann var fundinn sekur um að hafa í áratugi leitt glæpastarfsemi sem gekk út á mansal og vændi.
Saksóknarar hvöttu dómstólinn til að setja bandaríska tónlistarmanninn á bak við lás og slá í að minnsta kosti 25 ár og sögðu almenningi stafa mikil hætta af honum.
Verjendur Kelly, sem er 55 ára og situr í fangelsi í Brooklyn, vilja vægari dóm yfir honum, að hámarki 17 ár.
Val á kviðdómi í öðru mál gegn Kelly í Chicago á að hefjast 15. ágúst. Það tengist tveimur fyrrverandi samstarfsmönnum hans og máli gegn söngvaranum árið 2008. Tvö önnur mál gegn Kelly eru einnig fyrirhuguð í tveimur öðrum ríkjum.
Litið var á sakfellingu Kelly í New York sem stóran áfanga fyrir #MeToo-hreyfinguna. Var það í fyrsta sinn sem stór réttarhöld voru haldin vegna kynferðislegrar misnotkunar þar sem svartar konur voru í meirihluta þeirra sem stigu fram með ásakanir.