Tónlistarmaðurinn Travis Barker var fluttur á spítala í gær vegna heilsukvilla. Ekki er vitað hvers vegna hann var fluttur á spítala eða hver staðan er á honum núna. Dóttir hans, Alabama Barker, birti skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem hún var að biðja fólk um að biðja fyrir föður sínum.
Barker og Kourtney Kardashian giftu sig fyrir rúmum mánuði. Kardshian fylgdi honum í sjúkrabílnum upp á Cedars-Sinai spítalann í Los Angeles. Travis birti einnig sjálfur skilaboð á Twitter það sem hann sagði „Guð bjargi mér“ eða „God save me“.
God save me
— Travis Barker (@travisbarker) June 28, 2022