Fetar í fótspor móður sinnar

Mæðgurnar Heidi og Leni Klum
Mæðgurnar Heidi og Leni Klum Ljósmynd/Instagram

Fyrirsætan Leni Klum flytur til New York til að elta fyrirsætu drauminn. Leni er dóttir ofurfyrirsætunnar Heidi Klum, sem segist stolt af því að dóttir hennar sé að fylgja sinni ástríðu. Hún mun einnig fara í háskóla á Manhattan. 

Leni sem er ný orðin 18 ára hefur nú þegar gengið á tískupöllum fyrir fræg hönnunarhús. Hún var í sýningu fyrir Dolce & Gabbana og mun vinna fyrir þá aftur eftir nokkrar vikur. Leni hefur viljað vera fyrirsæta síðan hún var 11 ára en Heidi bannaði henni það þar til hún varð 16 ára gömul.  

Leni hefur fylgt móður sinni í vinnunna síðan hún man eftir sér og hefur lært ýmsa takta frá Heidi. Mæðgurnar birtust á forsíðu Vogue í Þýskalandi á síðasta ári. Það var fyrsta forsíða sem Leni hefur verið á, það er ekki slæmt að byrja á Vouge í byrjun ferilsins.

View this post on Instagram

A post shared by Leni Olumi Klum (@leniklum)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar