Tónlistarmaðurinn Travis Barker var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles með hraði í gær. Nú hefur komið í ljós að hann er með brisbólgu eða briskirtilsbólgu (e. pancreatitis).
Barker, sem er trommari hljómsveitarinnar Blink-182 hefur verið áberandi í sviðsljósinu upp á síðkastið, en hann giftist eiginkonu sinni Kourtney Kardashian á Ítalíu fyrir rúmum mánuði.
Á vef TMZ kemur fram að ristilspeglun sem trommarinn fór nýverið í sé talin vera valdur bólgunnar. Eins og nafnið gefur til kynna myndast brisbólga í briskirtli, en í alvarlegum tilvikum getur hún verið lífshættuleg.