Fyrrverandi eiginmaður ofurfyrirsætu ásakaður um naugðanir

Linda Evangelista.
Linda Evangelista. AFP

Ger­ald Marie hef­ur er sagður hafa nauðgað 13 stúlk­um allt niður í fjór­tán ára að aldri. Hann er fyrr­ver­andi eig­inmaður of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar Lindu Evang­el­istu en þau voru gift á ár­un­um 1987 til 1993. 

Marie er 72 ára og vann á sín­um tíma fyr­ir Elite Model Mana­gement á ní­unda og tí­unda ára­tug síðustu ald­ar og var mjög áhrifa­mik­ill inn­an geir­ans. Hann er sagður hafa nauðgað stúlk­um því hon­um fannst hrein­ar meyj­ar ekki mynd­ast vel. Svo hélt hann kókaíni að þeim til þess að halda þeim grönn­um.

Banda­ríska fyr­ir­sæt­an Car­ré Sutt­on seg­ist hafa verið ít­rekað nauðgað eft­ir að hann skráði hana hjá skrif­stof­unni en þá var hún aðeins 16 ára. Þá held­ur hún því fram að hann hafi selt þær til annarra karla og er hann í dag þekkt­ur sem Har­vey Wein­stein tísku­heims­ins.

Linda Evang­el­ista hef­ur áður tjáð sig um ásak­an­irn­ar á hend­ur sín­um fyrr­ver­andi en árið 2020 sagðist hún ekk­ert hafa vitað um þessi mál á meðan hjóna­band­inu stóð.

„Þegar ég heyri sög­ur þess­ara kvenna og byggt á minni reynslu, þá trúi ég að þær séu að segja sann­leik­ann. Þetta eru sár sem kannski gróa aldrei og ég dá­ist að hug­rekki þeirra og styrk.“

Sjálf hef­ur Evang­el­ista átt erfiða tíma eft­ir mis­heppnaða fitu­fryst­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant