Fjölmiðlar fullyrða að Taylor Swift sé trúlofuð

Taylor Swift og Joe Alwyn
Taylor Swift og Joe Alwyn Ljósmynd/Instagram

Ástin virðist vera blússandi hjá Taylor Swift og kærasta hennar Joe Alwyn. Í bresku pressunni er það fullyrt að parið sé trúlofað og hafa verið það í nokkra mánuði. Heimildamaður the Sun fullyrðir þetta á vef blaðsins. Hann segir jafnframt að brúðkaupsplön séu langt komin. 

Parið byrjaði að hittast fyrir fimm árum og hafa þau lagt töluverða vinnu í það að halda sambandinu fyrir utan fjölmiðla. Parið hefur ekki sagt frá því sjálft að það sé trúlofað en heimildamaður segir að Alwyn hafi keypt glæsilegan trúlofunarhring en hún hafi gætt þetta að fara ekki með hringinn út úr húsi. 

Söngkonan hélt ræðu fyrir útskrifta nemendur í New York University …
Söngkonan hélt ræðu fyrir útskrifta nemendur í New York University í maí á þessu ári. AFP/Angela Weiss

Þótt parið hafi verið mikið prívat síðan þau byrjuðu saman þá hafa þau látið sig hafa það að mæta saman á rauða dregilinn. Þetta er í fyrsta skipti sem Taylor fer varlega í að syngja og tala um ástina. Í gegnum tíðina hefur hún átt heimsfræga kærasta eins og Joe Jonas, Taylor Lautner, Jake Gyllenhaal, Calvin Harris, John Mayer og Harry Styles. Það að hún haldi ástinni meira fyrir sjálfa sig gæti gefið til kynna að um meiri alvöru sé að ræða með Alwyn en í fyrri samböndum. 

Talið er að þetta lag sé um leikarann Jake Gyllenhaal.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir