Höfundur Friends sér eftir hvítum leikarahópi

Marta Kauffman er meðhöfundur Vina ásamt David Crane.
Marta Kauffman er meðhöfundur Vina ásamt David Crane. Kevin Winter/Getty Images/AFP

Marta Kauffman, meðhöfundur bandarísku þáttanna Vina (e. Friends), ætlar að gefa fjórar milljónir dala til kennslu í Afríku- og afrískum-bandarískum fræðum (e. African and African American studies) vegna sektarkenndar yfir því hversu einsleitur leikarahópur þáttanna var. 

Um er að ræða um 537 milljónir króna sem Kauffman mun gefa Brandeis-háskólanum í Massachusetts-ríki. 

Í viðtali við Los Angeles Times sagði Kauffman að áður fyrr hefði henni þótt ósanngjarnt að fólk útnefndi Vini fyrir að hafa nánast einungis hvíta leikara en nú skilur hún gagnrýnina. 

Sagði hún ástæðu leikaravalsins vera kerfisbundnir kynþóttafordómar sem Kauffman hafi haft og hrjái allt samfélagið. 

Hún sagðist hafa áttað sig betur á hlutunum eftir morðið á George Floyd árið 2020 af lögreglunni í Minneapolis. 

„Skammast mín fyrir að hafa ekki vitað betur“

Peningagjöfin mun meðal annars fara í að ráða prófessora við fræðideild háskólans.

„Ég hef lært mikið á síðustu 20 árum. Það er ekki auðvelt að viðurkenna og sætta sig við að maður hafði rangt fyrir sér. Það er sárt að horfa á sjálfa mig í spegil. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað betur fyrir 25 árum,“ sagði Kauffman í viðtalinu.

Hún sagðist hafa fengið yfirgnæfandi jákvæð skilaboð við fréttunum um peningagjöfina.

Vinir komu út árið 1994 og eru einir vinsælustu grínþættir allra tíma. Aðalleikarar þáttanna voru þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer.

Leikararnir í Vinum árið 2002.
Leikararnir í Vinum árið 2002. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir