Tryllti lýðinn eftir fimm ára hlé

Tónlistarkonan Adele.
Tónlistarkonan Adele. Skjáskot/Instagram

Eftir fimm ára hlé kom tónlistarkonan Adele loks fram og tryllti lýðinn á BTS Hyde Park-hátíðinni í Lundúnum, Bretlandi á föstudaginn. Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð, enda hafa aðdáendur Adele beðið lengi eftir að sjá koma fram á tónleikum.

Adele spilaði síðast á tónleikum á Wembley-leikvanginum í Lundúnum árið 2017. Nú hefur hún snúið aftur og söng fyrir framan 65 þúsund gesti þar sem hún tók smelli á borð við Easy On Me, Oh My God og I Drink Wine. 

View this post on Instagram

A post shared by Adele (@adele)

Það er óhætt að segja að flutningurinn hafi verið tilfinningaþrunginn, en þegar hún tók lagið Hello gat hún ekki haldið aftur af gleðitárunum. 

Samkvæmt vef E news létu stjörnurnar sig ekki vanta á tónleikana, en þar sást meðal annars til leikkonunnar Cameron Diaz, leikarans Tom Cruise og söngvarans Niall Horan ásamt grínistanum James Corden. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar