Útskrifaður úr meðferð

Steven Tyler er útskrifaður.
Steven Tyler er útskrifaður. AFP

Steven Tyler, aðalsöngvari hljómsveitarinnar Aerosmith, er útskrifaður úr meðferð. Samkvæmt talsmanni sveitarinnar gekk allt vel hjá Tyler.

Greint var frá því í lok maí að Aerosmith neyddist til að fresta tónleikum sínum í Las Vegas vegna þess að Tyler þyrfti að fara í meðferð. Hann hafi fallið eftir áralanga edrúmennsku þegar hann fékk sterk verkjalyf uppáskrifuð vegna aðgerðar sem hann var í. 

Tyler fór sjálfviljugur í meðferð og var lengur en 30 daga í henni. 

„Það gengur mjög vel hjá honum og hann hlakkar til þess að stíga aftur á sviðið,“ sagði talsmaður hljómsveitarinnar við People

Hljómsveitin þurfti að fresta tónleikum sem fyrirhugaðir voru í júní og júlí en stefna á að halda sig við dagsetningar í september.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar