Metallica-liðar lofsama Stranger Things

Liðsmenn Metallica senda höfundum Stranger Things hlýjar kveðjur.
Liðsmenn Metallica senda höfundum Stranger Things hlýjar kveðjur.

Liðsmenn sveitarinnar Metallica eru heldur betur ánægðir með hvernig lag þeirra Master of Puppets var notað í fjórðu þáttaröð Stranger Things sem kom út nú á dögunum. Þeir segja bræðurnar Matt og Ross Duffer nota tónlist á einstakan hátt í þáttunum. 

Lagið Master of Puppets er í seinni hluta fjórðu seríu sem kom á Netflix hinn 1. júlí. Lagið flytur leikarinn Joseph Quinn, sem fer með hlutverk Eddie Munson í þáttunum. 

„Duffer bræður hafa alltaf notað tónlist á magnaðan hátt í Stranger Things, við vorum því bilaðslega glaðir þegar þeir ekki bara notuðu Master of Puppets í þáttunum, heldur notuðu það í svo magnaðri senu,“ segir í færslu Metallica á Instagram.

Leikarinn Joseph Quinn.
Leikarinn Joseph Quinn. AFP

Þeir segjast þakklátir fyrir að hafa fengið að vera hluti af þáttunum og hluti af söguþræði Eddie í þáttunum.

Lagið Master of Puppets er af samnefndri plötu sveitarinnar sem kom út í mars árið 1986.  

View this post on Instagram

A post shared by Metallica (@metallica)

Metallica-liðar eru ekki þeir einu sem hafa fengið að njóta þess heiðurs að eiga lag í 4. seríu Stranger Thing. Lagið Running Up That Hill eftir bresku tónlistarkonuna Kate Bush spilaði stórt hlutverk í fyrri hluta seríunnar. Í kjölfarið hefur lagið notið mikilla vinsælda og situr á topplistum víða um heim. Í Bretlandi náði lagið loks fyrsta sæti breska vinsældarlistans, 37 árum eftir að það kom fyrst út. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar