Liðsmenn sveitarinnar Metallica eru heldur betur ánægðir með hvernig lag þeirra Master of Puppets var notað í fjórðu þáttaröð Stranger Things sem kom út nú á dögunum. Þeir segja bræðurnar Matt og Ross Duffer nota tónlist á einstakan hátt í þáttunum.
Lagið Master of Puppets er í seinni hluta fjórðu seríu sem kom á Netflix hinn 1. júlí. Lagið flytur leikarinn Joseph Quinn, sem fer með hlutverk Eddie Munson í þáttunum.
„Duffer bræður hafa alltaf notað tónlist á magnaðan hátt í Stranger Things, við vorum því bilaðslega glaðir þegar þeir ekki bara notuðu Master of Puppets í þáttunum, heldur notuðu það í svo magnaðri senu,“ segir í færslu Metallica á Instagram.
Þeir segjast þakklátir fyrir að hafa fengið að vera hluti af þáttunum og hluti af söguþræði Eddie í þáttunum.
Lagið Master of Puppets er af samnefndri plötu sveitarinnar sem kom út í mars árið 1986.
Metallica-liðar eru ekki þeir einu sem hafa fengið að njóta þess heiðurs að eiga lag í 4. seríu Stranger Thing. Lagið Running Up That Hill eftir bresku tónlistarkonuna Kate Bush spilaði stórt hlutverk í fyrri hluta seríunnar. Í kjölfarið hefur lagið notið mikilla vinsælda og situr á topplistum víða um heim. Í Bretlandi náði lagið loks fyrsta sæti breska vinsældarlistans, 37 árum eftir að það kom fyrst út.