Metallica-liðar lofsama Stranger Things

Liðsmenn Metallica senda höfundum Stranger Things hlýjar kveðjur.
Liðsmenn Metallica senda höfundum Stranger Things hlýjar kveðjur.

Liðsmenn sveit­ar­inn­ar Metallica eru held­ur bet­ur ánægðir með hvernig lag þeirra Master of Pupp­ets var notað í fjórðu þáttaröð Stran­ger Things sem kom út nú á dög­un­um. Þeir segja bræðurn­ar Matt og Ross Duffer nota tónlist á ein­stak­an hátt í þátt­un­um. 

Lagið Master of Pupp­ets er í seinni hluta fjórðu seríu sem kom á Net­flix hinn 1. júlí. Lagið flyt­ur leik­ar­inn Joseph Quinn, sem fer með hlut­verk Eddie Mun­son í þátt­un­um. 

„Duffer bræður hafa alltaf notað tónlist á magnaðan hátt í Stran­ger Things, við vor­um því bilaðslega glaðir þegar þeir ekki bara notuðu Master of Pupp­ets í þátt­un­um, held­ur notuðu það í svo magnaðri senu,“ seg­ir í færslu Metallica á In­sta­gram.

Leikarinn Joseph Quinn.
Leik­ar­inn Joseph Quinn. AFP

Þeir segj­ast þakk­lát­ir fyr­ir að hafa fengið að vera hluti af þátt­un­um og hluti af söguþræði Eddie í þátt­un­um.

Lagið Master of Pupp­ets er af sam­nefndri plötu sveit­ar­inn­ar sem kom út í mars árið 1986.  

View this post on In­sta­gram

A post shared by Metallica (@metallica)

Metallica-liðar eru ekki þeir einu sem hafa fengið að njóta þess heiðurs að eiga lag í 4. seríu Stran­ger Thing. Lagið Runn­ing Up That Hill eft­ir bresku tón­list­ar­kon­una Kate Bush spilaði stórt hlut­verk í fyrri hluta serí­unn­ar. Í kjöl­farið hef­ur lagið notið mik­illa vin­sælda og sit­ur á topp­list­um víða um heim. Í Bretlandi náði lagið loks fyrsta sæti breska vin­sæld­arlist­ans, 37 árum eft­ir að það kom fyrst út. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöðuna. Leiða þarf saman leik og starf. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöðuna. Leiða þarf saman leik og starf. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir