Tónlistarveisla í Laugardal

Hljómsveitin Mezzoforte mun spila í Garden Party í Laugardal í …
Hljómsveitin Mezzoforte mun spila í Garden Party í Laugardal í ágúst. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted

Tónlistar-, matar- og fjölskylduhátíðin Garden Party verður haldin í Laugardal laugardaginn 13 ágúst. Hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi.

Fyrirmyndin er bæjarhátíðir sem tíðkast víða í Evrópu þar sem fjölbreytt skemmtun fyrir allar kynslóðir nýtur sín. Margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma fram á hátíðinni. Þau sem hafa staðfest komu sína eru: Bríet, Friðrik Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte.

Að auki verður frábær afþreying fyrir yngri kynslóðina. Ávaxtakarfan sem og Ræningjarnir úr Kardimommubænum verða á svæðinu ásamt leiksvæðum fyrir börnin, hoppukastalar, andlitsmálning og blaðarari.

Matarvagnar og sölubásar frá nokkrum af okkar virtustu kokkum og veitingastöðum landsins tryggja fjölbreytt matarúrval. Á svæðinu verður einnig veglegur bar með frábært bjórúrval, kampavínstjaldi þar sem búbblur af öllum stærðum og gerðum verða á boðstólum.

Miðasala á hátíðina hófst í dag og fer fram á Tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar