Vill ekki vinna með meintum ofbeldismönnum

Ný plata Beyoncé, Renaissance er væntanleg hinn 29. júlí næstkomandi.
Ný plata Beyoncé, Renaissance er væntanleg hinn 29. júlí næstkomandi. Skjáskot/Instagram

Söngdívan Beyoncé Knowles tekur engar áhættur með nýju plötuna sína, Renaissance og bakgrunnsskoðar nú alla framleiðendur og listamenn sem vinna að plötunni. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar handtöku framleiðandans Detail í ágúst 2020, en hann vann að laginu Drunk In Love sem sló rækilega í gegn árið 2013. 

Detail, sem heitir réttu nafni Noel Fisher, sætir ákæru fyrir að hafa brotið á sjö konum á árunum 2010 til 2018. Beyoncé er sögð hafa verið algjörlega niðurbrotin þegar hún komst að því að Detail væri sakaður um kynferðisofbeldi. 

„Hún hætti að vinna með honum og teymi hennar gerir nú #MeToo athuganir á öllum hugsanlegum samstarfsaðilum. Nú þegar hefur tveimur lögum frá listamönnum sem eru áberandi í tónlistarheiminum verið hafnað vegna ásakana sem þeir standa frammi fyrir,“ sagði heimildamaður The Sun

„Þrátt fyrir að hvorugur tónlistamannanna hafi verið fundinn sekur sendir hún skýr skilaboð til iðnaðarins í kjölfar mála á borð við R. Kelly og Harvey Weinstein.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup