Vill ekki vinna með meintum ofbeldismönnum

Ný plata Beyoncé, Renaissance er væntanleg hinn 29. júlí næstkomandi.
Ný plata Beyoncé, Renaissance er væntanleg hinn 29. júlí næstkomandi. Skjáskot/Instagram

Söngdív­an Beyoncé Know­les tek­ur eng­ar áhætt­ur með nýju plöt­una sína, Renaiss­ance og bak­grunns­skoðar nú alla fram­leiðend­ur og lista­menn sem vinna að plöt­unni. Þessi ákvörðun kem­ur í kjöl­far hand­töku fram­leiðand­ans Detail í ág­úst 2020, en hann vann að lag­inu Drunk In Love sem sló ræki­lega í gegn árið 2013. 

Detail, sem heit­ir réttu nafni Noel Fis­her, sæt­ir ákæru fyr­ir að hafa brotið á sjö kon­um á ár­un­um 2010 til 2018. Beyoncé er sögð hafa verið al­gjör­lega niður­brot­in þegar hún komst að því að Detail væri sakaður um kyn­ferðisof­beldi. 

„Hún hætti að vinna með hon­um og teymi henn­ar ger­ir nú #MeT­oo at­hug­an­ir á öll­um hugs­an­leg­um sam­starfsaðilum. Nú þegar hef­ur tveim­ur lög­um frá lista­mönn­um sem eru áber­andi í tón­list­ar­heim­in­um verið hafnað vegna ásak­ana sem þeir standa frammi fyr­ir,“ sagði heim­ildamaður The Sun

„Þrátt fyr­ir að hvor­ug­ur tón­lista­mann­anna hafi verið fund­inn sek­ur send­ir hún skýr skila­boð til iðnaðar­ins í kjöl­far mála á borð við R. Kelly og Har­vey Wein­stein.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Eini möguleikinn til að halda geðheilsunni þessa dagana á heimilinu, er að hlæja. Verið viss um hvað þið viljið, þegar á hólminn er komið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Eini möguleikinn til að halda geðheilsunni þessa dagana á heimilinu, er að hlæja. Verið viss um hvað þið viljið, þegar á hólminn er komið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant