Chris Rock genginn út

Grínistinn Chris Rock.
Grínistinn Chris Rock. AFP

Grínistinn Chris Rock og leikkonan Lake Bell hafa verið að stinga saman nefjum síðustu vikur. Orðrómur um parið fór á kreik eftir að þau sáust á rómantískum stefnumótum yfir þjóðhátíðarhelgi Bandaríkjanna í Santa Monica, Kaliforníu. 

„Þau eru enn að kynnast og virðast skemmta sér vel,“ sagði heimildarmaður People, en hann segir samband þeirra vera frekar nýlegt og að þau hafi verið að hittast í nokkrar vikur. 

Leikkonan Lake Bell.
Leikkonan Lake Bell. AFP

Bell á tvö börn, fimm ára son og sjö ára dóttur með fyrrverandi eiginmanni sínum, Scott Campbell en þau slitu sambandi sínu í október 2020 eftir sjö ára samband. 

Rock var áður giftur Malaak Compton rock, en þau hættu saman árið 2016 eftir tuttugu ára samband. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar