Höfundur Yu-Gi-Oh! fannst látinn

Kazuki Takahashi, höfundur Yu-Gi-Oh!, er látinn 60 ára að aldri.
Kazuki Takahashi, höfundur Yu-Gi-Oh!, er látinn 60 ára að aldri. Samsett mynd/Wikipedia

Kazuki Taka­hashi, höf­und­ur teikni­mynda­sög­unn­ar vin­sælu Yu-Gi-Oh!, er lát­inn sex­tug­ur að aldri. Taka­hashi fannst lát­inn í sjón­um í grend við Ok­in­awa eyju í Jap­an á miðviku­dag. BBC grein­ir frá.

Höf­und­ur­inn skrifaði upp­haf­legu teikni­mynda­sög­urn­ar Yu-Gi-Oh! sem seinna varð að vin­sæl­um sjón­varpsþátt­um og spil­um. 

Land­helg­is­gæsla fann lík Taka­hashi í sjón­um við Ok­in­awa eyju og tel­ur hann hafa verið að kafa þar. Lög­regl­an rann­sak­ar nú til­drög and­lát hans og hef­ur ekki úti­lokað um að eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað. 

Teikni­mynda­sög­urn­ar Yu-Gi-Oh! voru gefn­ar út á ár­un­um 1996 til 2004. Árið 1999 var gert spil upp úr sög­unni og hafa spil­in notið vin­sælda um all­an heim. Árið 2009 komst Yu-Gi-Oh! í heims­meta­bók Guinn­ess en þá höfðu spil­in selt í meira en 22 millj­örðum ein­taka. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhverja óvænta gesti ber að garði og í þeim hópi er maður sem mun reynast vinur ef þið ræktið sambandið. Vertu raunsær og varastu að láta óskhyggjuna taka öll völd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhverja óvænta gesti ber að garði og í þeim hópi er maður sem mun reynast vinur ef þið ræktið sambandið. Vertu raunsær og varastu að láta óskhyggjuna taka öll völd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell