Höfundur Yu-Gi-Oh! fannst látinn

Kazuki Takahashi, höfundur Yu-Gi-Oh!, er látinn 60 ára að aldri.
Kazuki Takahashi, höfundur Yu-Gi-Oh!, er látinn 60 ára að aldri. Samsett mynd/Wikipedia

Kazuki Takahashi, höfundur teiknimyndasögunnar vinsælu Yu-Gi-Oh!, er látinn sextugur að aldri. Takahashi fannst látinn í sjónum í grend við Okinawa eyju í Japan á miðvikudag. BBC greinir frá.

Höfundurinn skrifaði upphaflegu teiknimyndasögurnar Yu-Gi-Oh! sem seinna varð að vinsælum sjónvarpsþáttum og spilum. 

Landhelgisgæsla fann lík Takahashi í sjónum við Okinawa eyju og telur hann hafa verið að kafa þar. Lögreglan rannsakar nú tildrög andlát hans og hefur ekki útilokað um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. 

Teiknimyndasögurnar Yu-Gi-Oh! voru gefnar út á árunum 1996 til 2004. Árið 1999 var gert spil upp úr sögunni og hafa spilin notið vinsælda um allan heim. Árið 2009 komst Yu-Gi-Oh! í heimsmetabók Guinness en þá höfðu spilin selt í meira en 22 milljörðum eintaka. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar