Seldist fyrir 246 milljónir króna

Upptaka Bob Dylans af Blowin' in the Wind seldist fyrir …
Upptaka Bob Dylans af Blowin' in the Wind seldist fyrir 246 milljónir króna á uppboði í gær. AFP

Smá­skífa með nýrri end­urupp­töku af lag­inu Blow­in' in the Wind eft­ir Bob Dyl­an seld­ist fyr­ir um 246 millj­ón­ir króna á upp­boði í Lund­ún­um á Bretlandi í gær. Lagið kom fyrst út árið 1963 en nú er um að ræða ein­staka end­urupp­töku eft­ir Dyl­an. BBC grein­ir frá.

Upp­boðshúsið Christie's sá um upp­boðið á smá­skíf­unni en það stóð yfir í aðeins fjór­ar mín­út­ur, eða jafn lengi og það tek­ur að spila lagið. For­svars­menn Christie's höfðu spáð því að skíf­an myndi selj­ast fyr­ir um 100 til 160 millj­ón­ir króna en greini­legt er að meiri áhugi var á lag­inu. 

Nafn þess sem hreppti smá­skíf­una hef­ur ekki verið gert op­in­bert. 

Smá­skíf­an er fram­leidd með sér­stakri tækni sem einka­leyfi er á, og er lagið sagt vera í mun betri gæðum á henni held­ur en á hefðbundn­um vínil.

Fáir munu heyra þessa ein­stöku út­gáfu af lag­inu en kaup­andi smá­skíf­unn­ar hef­ur ekki heim­ild til að dreifa henni eða fjölda­fram­leiða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell