Kvikmyndastjörnurnar Al Pacino og Robert De Niro auk kvikmyndagerðarmannsins Francis Ford Coppola minntust vinar síns, leikarans James Caan, í gær. Greint var frá andláti hans í gær, en hann lést á miðvikudag 85 ára að aldri.
Þeir Pacino og Caan fóru með hlutverk bræðranna Michael og Sonny Corleone í fyrstu Guðföður kvikmyndinni sem Ford Coppola leikstýrði. Leikstjórinn sagði að vinna Caans myndi aldrei gleymast og Pacino sagði hann hafa verið magnaðan leikara og góðan vin.
De Niro sagðist hafa orðið verulega leiður þegar hann heyrði af andláti vinar síns.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Mann, sem leikstýrði Caan í kvikmyndinni Thief sem kom út árið 1981, sagði í tilkynningu að Cann hafi verið magnaður leikari og að hann hafi verið honum harmdauði.
Auk þess að hafa farið með hlutverk í fyrstu mynd Guðföðurs þríleiksins muna yngri kynslóðir eftir Caan í kvikmyndinni Álfur ásamt Will Ferrell og fór þar með hlutverk pabba persónu Ferrell.