Syrgir vinnufélaga sem féll skyndilega frá

Jennifer Aniston vinnur í þættinum the Morning Show
Jennifer Aniston vinnur í þættinum the Morning Show

Leikkonan Jennifer Aniston heiðraði minningu aðstoðartökumannsins Erik Gunnar Mortensen sem lést af slysförum fyrr í vikunni. Mortensen vann sem aðstoðartökumaður í þáttunum The Morning Show sem Aniston leikur í. 

Aniston greindi frá andláti hans á Instagram en Mortensen lést í mótórhjólaslysi. Hann var 39 ára. 

Á myndinni sést Mortensen ásamt konunni sinni Keely og tveggja ára gömlum syni þeirra, Lars. Hún deildi einnig GoFundMe síðu sem er ætluð til að safna fé fyrir fjölskylduna hans. 

„Við eigum eftir að sakna þín, Gunnar,“ skrifaði Aniston við myndina.

Aniston minnist Mortensen
Aniston minnist Mortensen Ljósmynd/skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar