Leikkonan Jennifer Aniston heiðraði minningu aðstoðartökumannsins Erik Gunnar Mortensen sem lést af slysförum fyrr í vikunni. Mortensen vann sem aðstoðartökumaður í þáttunum The Morning Show sem Aniston leikur í.
Aniston greindi frá andláti hans á Instagram en Mortensen lést í mótórhjólaslysi. Hann var 39 ára.
Á myndinni sést Mortensen ásamt konunni sinni Keely og tveggja ára gömlum syni þeirra, Lars. Hún deildi einnig GoFundMe síðu sem er ætluð til að safna fé fyrir fjölskylduna hans.
„Við eigum eftir að sakna þín, Gunnar,“ skrifaði Aniston við myndina.