Draugagangur á Bókasafni Ísafjarðar

Vet­urliði Snær Gylfa­son, starfsmaður á Bóka­safni Ísa­fjarðar, setti á dög­un­um sam­an þema­hillu á bóka­safn­inu með bók­um sem hafa verið til um­fjöll­un­ar í hlaðvarpsþátt­un­um Draug­ar fortíðar. 

Vet­urliði er öt­ull hlust­andi þátt­anna og hef­ur bókalist­inn fengið góðar viðtök­ur í umræðuhópi hlaðvarps­ins á Face­book.

„Ég óskaði eft­ir því við yf­ir­bóka­vörðinn hvort ég mætti ekki út­búa nýja þema­hillu og nefndi að ég væri að hlusta á þetta hlaðvarp, Drauga fortíðar og að þeir fjölluðu oft um skemmti­leg­ar bæk­ur sem væri hægt að gera eitt­hvað úr. Henni leist vel á þessa hug­mynd og gaf mér fullt leyfi til þess að gera þetta,“ seg­ir Vet­urliði í sam­tali við mbl.is.

Í Draug­um fortíðar fjalla tón­list­ar­menn­irn­ir Flosi Þor­geirs­son og Bald­ur Ragn­ars­son um allt milli him­ins og jarðar með sagn­fræðilegu ívafi. Flosi, sem marg­ir kann­ast ef­laust við úr hljóm­sveit­inni HAM, hef­ur lagt stund á sagn­fræði við Há­skóla Íslands og seg­ir Baldri frá einu og öðru úr mann­kyns­sög­unni. Efni þátt­anna hef­ur oft beina til­vís­un í bæk­ur, sjálfsævi­sög­ur sem og önn­ur rit og því kjörið tæki­færi að taka sam­an bæk­ur úr þátt­un­um. 

Þemahillan góða á Bókasafni Ísafjarðar.
Þema­hill­an góða á Bóka­safni Ísa­fjarðar. Ljós­mynd/​Vet­urliði Snær Gylfa­son

Harm­saga í kjall­ar­an­um

„Ég byrjaði á að grafa upp Harm­sögu æfi minn­ar, sem var efni síðasta þátt­ar, upp úr kjall­ar­an­um. Elstu bæk­urn­ar sem eru í lít­illi um­ferð eru geymd­ar þar, og því miður var hún kom­in í þann flokk. Al­veg þangað til Flosi og Bald­ur vörpuðu kast­ljósi á hana,“ seg­ir Vet­urliði.

Vet­urliði tók verk­efnið ekki of al­var­lega og tók ein­fald­lega sam­an þær bæk­ur sem hann mundi eft­ir og renndi svo í gegn­um Spotify til að finna fleiri bæk­ur. Sjálf­ur hef­ur hann mik­inn áhuga á sagn­fræði og þekkti því sagn­fræðibæk­ur safns­ins vel. Einnig tíndi hann til nokkr­ar sjálfsævi­sög­ur eins og Fá­tækt fólk eft­ir Tryggva Em­ils­son. 

Flosi las upp úr Fá­tækt fólk fyr­ir Bald­ur í mars á síðasta ári og naut þátt­ur­inn mik­illa vin­sælda. Í kjöl­farið var svo bók­in ill­fá­an­leg á mörg­um bóka­söfn­um lands­ins. Nú er sömu sögu að segja um Harm­sögu æfi minn­ar sem hef­ur ef­laust líka verið í kjöll­ur­um í fleiri bóka­söfn­um lands­ins. Þannig sagði Hrönn Björg­vins­dótt­ir, starfsmaður á Am­t­bóka­safn­inu á Ak­ur­eyri, frá því fyrr í vik­unni á umræðuhóp Draug­anna, að í fyrsta sinn í fjölda ára væri bið eft­ir bók­inni á safn­inu

Hill­una setti Vet­urliði upp á miðviku­dag og birti mynd af henni í umræðuhópn­um sama dag. Bjóst hann ekki við þeim viðbrögðum sem hann hef­ur fengið en hill­an er kom­in með vel á sö­unda hundrað læka og hafa Bald­ur og Flosi báðir þakkað hon­um fyr­ir fram­takið.

Vet­urliði var ekki við vinnu á bóka­safn­inu þegar blaðamaður náði tali af hon­um en gerði sér það í hug­ar­lund að sam­starfs­fólk hans á Bóka­safn­inu á Ísaf­irði hafi lánað út nokkr­ar bæk­ur úr hill­unni fyr­ir helg­ina. 

Áhuga­sam­ir geta fundið Drauga fortíðar á hlaðvarpsvef mbl.is.

Listi yfir bæk­urn­ar í þema­hill­unni

  • Ólöf Eski­mói eft­ir Ingu Dóru Björns­dótt­ur
  • Harm­saga Æfi Minn­ar eft­ir Jó­hann­es Birki­land
  • Fá­tækt Fólk eft­ir Tryggva Em­ils­son
  • Bret­arn­ir koma eft­ir Þór Whitehead
  • Of stór fyr­ir Ísland eft­ir Jón Hjalta­som
  • Nostra­da­mus og spá­dóm­arn­ir um Ísland eft­ir Guðmund Sig­ur­frey Jónas­son
  • Ísland­s­æv­in­týri Himmlers eft­ir Þór Whitehead
  • Þorska­stríðin þrjú eft­ir Guðna Th. Jó­hann­es­son
  • Hvíta Rós­in eft­ir Inge Scholl
  • Stasi­land eft­ir Anna Fund­er
  • Tíu Þorska­stríð 1415-1976 eft­ir Björn Þor­steins­son
  • Síðasta Þorska­stríðið eft­ir Guðmund J. Guðmunds­son
  • Svart­fugl eft­ir Gunn­ar Gunn­ars­son
  • Föður­lands­stríðið Mikla og María Mitrofanova eft­ir Gísla Jök­ul Gísla­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dagsljósið. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dagsljósið. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka