Svona lítur hún út í dag

Bill Cosby og Raven-Symoné léku saman í fjölskylduþættinum The Cosby …
Bill Cosby og Raven-Symoné léku saman í fjölskylduþættinum The Cosby Show. Skjáskot

Marg­ir muna enn eft­ir sjón­varpsþátt­un­um vin­sælu The Cos­by Show sem sýnd­ir voru á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. Þætt­irn­ir fjölluðu um fimm barna fjöl­skyldu þar sem grín­ist­inn Bill Cos­by var hinn dæmi­gerði fjöl­skyldufaðir. Yngsta barnið var leikið af Raven-Symoné og bræddi hún hug og hjörtu áhrof­enda í viku hverri.

Í dag er Raven-Symoné 36 ára og enn í brans­an­um. Hún starfar sem leik­kona, söng­kona og laga­höf­und­ur. Hún hef­ur hlotið fjöl­mörg verðlaun og viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín og geng­ur al­mennt vel í líf­inu. 

Raven-Symoné kynnt­ist eig­in­konu sinni Miröndu Pe­arm­an Maday árið 2015 og þær gift­ust árið 2020. Pe­arm­an-Maday er menntuð sem „doula“ eða ljós­móðir. 

Raven-Symoné hef­ur verið op­in­ská um tíma sinn sem barna­stjarna og seg­ir það hafi oft á tíðum verið erfitt og mikið sett út á holdafar henn­ar. Hún minn­ist þess þegar hún mátti ekki borða á meðan á upp­tök­um stóð þrátt fyr­ir að vera aðeins sjö ára.

„Ég man að það var borð fullt af mat en ég mátti ekki einu sinni fá mér beyglu. Þá var mér sagt að ég væri að verða of feit. Ég var bara sjö ára.“

Þegar tími The Cos­by Show var liðinn þá lék hún í ung­lingaþátt­un­um That´s so Raven sem urðu afar vin­sæl­ir en hún var stöðugt gagn­rýnd fyr­ir vaxta­lag sitt. 

Raven-Symoné ásamt eiginkonu sinni.
Raven-Symoné ásamt eig­in­konu sinni. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell