Tony Sirico látinn

Tony Sirico.
Tony Sirico. AFP

Bandaríski leikarinn, Tony Sirico, er látinn 79 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Paulie „Walnuts“ Gualtieri í þáttunum „The Sopranos“.

Sirico lék minniháttar mafíósahlutverk í sjónvarpi og kvikmyndum í áratugi áður en hann var ráðinn í hlutverk Paulie og varð ein eftirminnilegasta persóna seríunnar en þá var hann á fimmtugsaldri.

„Það er með mikilli sorg, en með ótrúlegu stolti, ást og fullt af góðum minningum, sem fjölskylda Gennaro Anthony 'Tony' Sirico tilkynnir ykkur um andlát hans að morgni 8. júlí 2022,“ sagði fjölskylda hans í yfirlýsingu á Facebook.

Michael Imperioli og Tony Sirico léku saman í The Sopranos.
Michael Imperioli og Tony Sirico léku saman í The Sopranos. AFP

Meðleikari hans í „Sopranos“, Michael Imperioli, bætti við: „Það er sárt að segja að kæri vinur minn, samstarfsmaður og glæpamaður, hinn mikli Tony Sirico, hafi látist í dag.“

Sirico, sem fæddist í Brooklyn, New York árið 1942, var oft handtekinn sem unglingur, en heillaðist af leiklistinni í fangelsi eftir að hafa séð hóp fyrrverandi fanga koma fram.

Sirico kom fram í Sjónvarpsþáttum líkt  og „Kojak“ og „Miami Vice“ og kvikmyndum með mafíuþema, þar á meðal „Goodfellas“ og „Mickey Blue Eyes“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar