Tony Sirico látinn

Tony Sirico.
Tony Sirico. AFP

Banda­ríski leik­ar­inn, Tony Sirico, er lát­inn 79 ára að aldri. Hann var þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sitt sem Paulie „Walnuts“ Gualtieri í þátt­un­um „The Sopranos“.

Sirico lék minni­hátt­ar mafíósa­hlut­verk í sjón­varpi og kvik­mynd­um í ára­tugi áður en hann var ráðinn í hlut­verk Paulie og varð ein eft­ir­minni­leg­asta per­sóna serí­unn­ar en þá var hann á fimm­tugs­aldri.

„Það er með mik­illi sorg, en með ótrú­legu stolti, ást og fullt af góðum minn­ing­um, sem fjöl­skylda Genn­aro Ant­hony 'T­ony' Sirico til­kynn­ir ykk­ur um and­lát hans að morgni 8. júlí 2022,“ sagði fjöl­skylda hans í yf­ir­lýs­ingu á Face­book.

Michael Imperioli og Tony Sirico léku saman í The Sopranos.
Michael Im­per­i­oli og Tony Sirico léku sam­an í The Sopranos. AFP

Meðleik­ari hans í „Sopranos“, Michael Im­per­i­oli, bætti við: „Það er sárt að segja að kæri vin­ur minn, sam­starfsmaður og glæpa­maður, hinn mikli Tony Sirico, hafi lát­ist í dag.“

Sirico, sem fædd­ist í Brook­lyn, New York árið 1942, var oft hand­tek­inn sem ung­ling­ur, en heillaðist af leik­list­inni í fang­elsi eft­ir að hafa séð hóp fyrr­ver­andi fanga koma fram.

Sirico kom fram í Sjón­varpsþátt­um líkt  og „Kojak“ og „Miami Vice“ og kvik­mynd­um með mafíuþema, þar á meðal „Good­fellas“ og „Mickey Blue Eyes“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipti röllu máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipti röllu máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell