Aðdáendur raunveruleikaþáttanna Love Island virðast ekki vera yfir sig hrifnir af nýjustu þáttaröðinni. Einungis fjórar vikur eru síðan þáttaröðin hóf göngu sína, en nú þegar hafa yfir 781 kvartanir borist vegna þáttanna.
Breska fjölmiðlaeftirlitið Ofcom hefur tekið við kvörtununum frá 6. júní, en þá hófst áttunda þáttaröð Love Island og eru þættirnir sýndir frá sunnudegi til föstudags á ITV2 rásinni.
„Hingað til höfum við fengið samtals 781 kvörtun vegna yfirstandandi þáttaraðar af Love Island,“ staðfesti talsmaður Ofcom við Variety. Hann segir áhorfendur hafa áhyggjur af einelti í þáttunum, líðan og andlegri heilsu keppenda, að ákveðnir keppendur fái meiri skjátíma en aðrir sem og aldursbili milli keppanda.
Það vakti þónokkra athygli þegar Gemma Owen, dóttir fyrrum knattspyrnustjörnunnar Michael Owen ákvað að taka þátt, en hún hefur fengið mikinn skjátíma og voru áhorfendur á tímabili farnir að kalla þættina „The Gemma Show“ á samfélagsmiðlinum Twitter.