Leikararnir Kirsten Dunst og Jesse Plemons gengu í hjónaband á Jamaíka þar síðustu helgi. Parið hafið verið saman í rúmlega sex ár og eiga tvö börn.
Parið, sem lítið lætur fyrir sér fara í sviðsljósinu, gifti sig á Golden Eye hótelinu í Ochos Rios á Jamaíku og sagði umboðst maður Dunst að engar aðrar upplýsingar yrðu gefnar upp um hjónabandið.
Dunst og Plemons kynntust við tökur á þáttunum Fargo árið 2015 þar sem þau léku hjón. Ástarsamband þeirra hófst árið 2016 þegar Dunst var hætt með leikaranum Garrett Hedlund.
Þau trúlofuðu sig í janúar 2017 og eiga tvo syni, þá Ennis og James Robert sem eru fæddir 2018 og 2021.
Plemons er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Friday Night Lights og Breaking Bad. Dunst hefur farið með hlutverk í fjölda kvikmynda, þar á meðal Bring It On og Spider-Man 2 og 3, og hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna.