Gift eftir sex ára samband og tvö börn

Jesse Plemons og Kristen Dunst eru búin að gifta sig.
Jesse Plemons og Kristen Dunst eru búin að gifta sig. AFP

Leikararnir Kirsten Dunst og Jesse Plemons gengu í hjónaband á Jamaíka þar síðustu helgi. Parið hafið verið saman í rúmlega sex ár og eiga tvö börn. 

Parið, sem lítið lætur fyrir sér fara í sviðsljósinu, gifti sig á Golden Eye hótelinu í Ochos Rios á Jamaíku og sagði umboðst maður Dunst að engar aðrar upplýsingar yrðu gefnar upp um hjónabandið. 

Dunst og Plemons kynntust við tökur á þáttunum Fargo árið 2015 þar sem þau léku hjón. Ástarsamband þeirra hófst árið 2016 þegar Dunst var hætt með leikaranum Garrett Hedlund. 

Þau trúlofuðu sig í janúar 2017 og eiga tvo syni, þá Ennis og James Robert sem eru fæddir 2018 og 2021. 

Plemons er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Friday Night Lights og Breaking Bad. Dunst hefur farið með hlutverk í fjölda kvikmynda, þar á meðal Bring It On og Spider-Man 2 og 3, og hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar