Tónskáldið Monty Norman er látinn 94 ára að aldri. Norman var höfundur þemalags James Bond kvikmyndanna. BBC greinir frá.
Þemalagið samdi Norman fyrir kvikmyndina Dr. No sem kom út árið 1962 og var það notað í gegnum alla seríuna. Framleiðandi Bond kvikmyndanna Cubby Broccoli bað Norman um að semja lagið á sínum tíma eftir að hafa heillast af fyrri tónlist hans í söngleikjum.
Norman samdi einnig lagið Underneath the Mano Tree sem er notað í Dr. No kvikmyndinni.
Hann var af ættum innflytjenda frá Lettlandi en ólst upp í Lundúnum. Móðir hans gaf honum hans fyrsta gítar þegar hann var 16 ára gamall. Auk þess að semja tónlist fyrir kvikmyndir samdi hann einnig tónlist fyrir söngleiki sem sýndir voru á West End.