Metaðsókn á Kótelettuna

Fjöldi fólks lét sjá sig á Kótelettunni.
Fjöldi fólks lét sjá sig á Kótelettunni. Ljósmynd/Mummi Lú

Metaðsókn var á Kótelett­una um helg­ina en hátíðin var hald­in í 12 skipti. Um tíu þúsund manns komu á Stóru grill­sýn­ing­una á laug­ar­deg­in­um og um fjög­ur þúsund gest­ir mættu á tón­list­ar­hátíðina þar sem fjöldi þekktra tón­list­ar­manna spilaði. Hátíðin heppnaðist mjög vel að sögn Ein­ars Björns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Kótelett­unn­ar.

„Kótelett­an fór vel fram að vanda og við erum afar ánægð með hvernig til tókst um helg­ina. Gest­ir skemmtu sér vel og friðsam­lega og voru til fyr­ir­mynd­ar upp til hópa þrátt fyr­ir að veðurguðirn­ir hafi ekki verið upp á sitt besta,“ er haft eft­ir Ein­ari í til­kynn­ingu. 

Hann hef­ur stýrt Kótelett­unni öll 12 árin.

Þekkt­ir Íslend­ing­ar grilluðu kótelett­ur fyr­ir gesti hátíðar­inn­ar og all­ur ágoði af söl­unni rann til Styrkt­ar­fé­lags krabba­meins­sjúkra barna. Stóra grill­sýn­ing­in gekk von­um fram­ar að sögn Ein­ars þar sem mik­ill fjöldi kom og kynnti sér allt á grillið þrátt fyr­ir smá sudda. Grillpylsa árs­ins var val­in chedd­ar, jalapeno og bei­kon pylsa frá Ali en dóm­nefnd var skipuð þekkt­um mat­gæðing­um m.a. þeim Hrefnu Sætr­an, lækn­in­um í eld­hús­inu og BBQ kóng­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Reyndu að halda ró þinni hvað sem tautar og raular. Sýndu þessa hlið oftar, það eru ekki allir sem vita hvað þú ert góður svona slakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Reyndu að halda ró þinni hvað sem tautar og raular. Sýndu þessa hlið oftar, það eru ekki allir sem vita hvað þú ert góður svona slakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell