Bræður börðust um hlutverkið

Bræðurnir Liam Hemsworth og Chris Hemsworth.
Bræðurnir Liam Hemsworth og Chris Hemsworth. Samsett mynd

Leikarinn Chris Hemsworth segir hlutverk sitt sem Thor í Marvel myndunum næstum því hafa farið til yngri bróður hans, Liam Hemsworth. Þó fæstir geti ímyndað sér nokkurn annan fara með hlutverk Thor en Chris, þá eru bræðurnir sláandi líkir og hlutverkið hefði þó að minnsta kosti haldist í fjölskyldunni. 

Í samtali við MensXP segir Chris áheyrnarprufu sína hafa verið ömurlega. Hann sagðist þá hafa nefnt bróður sinn á nafn sem fór í kjölfarið í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Chris segir bróður sinn hafa verið mjög nálægt því að landa hlutverkinu, enda hafi hann verið einn af síðustu fimm manneskjunum sem komu til greina í hlutverkið. 

„Þau sögðu: Sjáðu til, hann er frábær, en hann er svolítið ungur. Þá sagði umboðsmaður minn: „Jæja, hann á eldri bróður,“ sem var ég,“ útskýrði Chris. „Ég kom aftur inn, fór í áheyrnarprufur nokkrum sinnum og hafði bara annað viðhorf. Kannski hafði ég aðeins meiri hvatningu því litli bróðir minn náði athygli þeirra en ekki ég.“

Úr kvikmyndinni Thor, Chris Hemsworth og Anthony Hopkins í hlutverkum …
Úr kvikmyndinni Thor, Chris Hemsworth og Anthony Hopkins í hlutverkum Þórs og Óðins.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar