Meira Kardashians í september

Vinsældir Kardashians virðast ekki ætla að dvína
Vinsældir Kardashians virðast ekki ætla að dvína Ljósmynd/Instagram

Önnur sería af þáttaröðinni The Kardashians kemur út hinn 22. september, á Hulu og Disney+. Raunveruleikastjörnurnar deildu stiklu úr komandi þáttaröð á samfélagsmiðlum hjá sér í vikunni. Af stiklunni að dæma virðast aðdáendur eiga von á góðu.

Í stiklunni má sjá brúðkaupsundirbúning og brúðkaupið sjálft hjá Kourtney Kardashian og Travis Barker. Kylie Jenner eignast sitt annað barn og systir hannar Khloé Kardashian segist trúa á ástina. Þá fá áhorfendur að sjá meira af sambandi Kim Kardashian og grínistans Pete Davidson og Kendall Jenner sinnir fyrirsætustörfum sínum.

 Höfuð fjölskyldunnar, Kris Jenner virðist ganga í gegnum einhverskonar veikindi, en hver þau eru fáum við ekki að vita enn. 

Hér má sjá stikluna úr nýju þáttaröðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar