Fótboltamaðurinn Romeo Beckham, sonur Victoriu og David Beckham, er á lausu. Beckham og fyrirsætan Mia Regan hafa slitið þriggja ára sambandi sínu. Regan býr í London og starfar þar en Beckham spilar fótbolta í Miami í Bandaríkjunum. Fjarsambandið var ekki að virka fyrir þau enda bæði ung að aldri, aðeins 19 ára gömul.
Beckham hefur eytt öllum myndum af þeim saman útaf Instagram hjá sér en Regan er ennþá með myndir af þeim. Þau eru með para húðflúr á litla fingri af hjarta. Regan hefur starfað sem fyrirsæta fyrir fyrrverandi tengdamóður sína og mun halda því áfram þrátt fyrir sambandsslitin.