Tveir Íslendingar tilnefndir til Emmy-verðlauna

Emmy-verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpi.
Emmy-verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpi. AFP

Tveir Íslendingar eru tilnefndir til Emmy verðlauna í ár. Það eru þeir Matthías Bjarnason og Daði Einarsson. Saman unnu þeir að tæknibrellum í Netflix þáttunum The Witcher. 

Daði hlaut BAFTA-verðlaun fyrir tæknibrellur í fyrsta þætti þáttaraðarinnar, en hann hlaut einnig Emmy-verðlaun árið 2002. Daði og Matthías vinna báðir hjá íslenska fyrirtækinu RVX. 

Tilnefningar til verðlaunanna voru birtar í dag, en verðlaunahátíðin fer fram þann 12. september. 

Flestar tilnefningar í ár fékk þáttaröðin Succession, eða 25 talsins. Þættirnir Ted Lasso og The White Lotus fylgja fast á eftir með 20 tilnefningar hvor. 

HBO hlaut flestar tilnefningar meðal streymisveitna og sjónvarpsstöðva, eða 130 slíkar. Þar á eftir kemur Netflix með 129 tilnefningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar