Brast í grát eftir Emmy-tilnefningar

Sydney Sweeney.
Sydney Sweeney. Ljósmynd/Instagram

Leikkonan Sydney Sweeney hlaut tvær Emmy–tilnefningar sem besta leikkonan í aukahlutverki, fyrir leik sinn í Euphoria og The White Lotus. Hún er yfir sig ánægð með tilnefningarnar og birti myndskeið af sér á Instagram þar sem hún hringir í mömmu sína eftir að hafa heyrt fréttirnar. 

Hún segir hreinlega bara „mamma“ í símann og svo byrja gleðitárin að streyma niður kinnarnar á henni. 

„Vá, þessi morgunn. Takk fyrir tilnefningarnar það er heiður að bæði Olivia og Cassie hafi náð til svo margra. Ég er stolt af báðum þáttunum og er þakklát fyrir að fá að vera hluti af þeim. Mikilvægast er samt að segja takk mamma, okkur tókst þetta saman í gegnum allt erfiðið, takk takk,“ skrifar leikkonan við myndskeiðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar