Kominn með kærustu

Bradley Cooper á Met Gala
Bradley Cooper á Met Gala AFP

Leikarinn Bradley Cooper og stjórnmálaráðgjafinn Huma Abedin eru að hittast. Anna Wintour ritstjóri Vouge kynnti parið fyrir hvort öðru. Samkvæmt heimildarmanni PageSix eru þau búin að vera stinga saman nefjum í einhverja mánuði. 

Abedin var varaformaður kosningarbaráttu Hillary Clinton 2016 þegar hún bauð sig fram til embætti forseta Bandaríkjanna. Hún starfaði áður sem staðgengill starfsmannastjóra Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 

Huma Abedin
Huma Abedin AFP/Michael Loccisano

„Þau eru fullkomin fyrir hvort annað, þau eru bæði kröftug, elska stjórnmál og mannleg málefni,“ sagði heimildarmaður Page Six.

Cooper á eitt barn með fyrrverandi kærustu sinni, fyrirsætunni Irinu Shayk, dótturina Leu de Seine. Hann er sagður hafa verið að hitta Glee leikkonuna Dionnu Agron áður en hann byrjaði að hitta Abedin.

Abedin var áður gift fyrrverandi öldungadeildarþingmanninum Anthony Weiner. Þau gengu í hjónaband árið 2010. Weiner sagði sig frá þingstörfum árið 2011 eftir að greint var frá því að hann hefði sent kynferðislegar myndir til konu á Twitter. Seinna komu fram fleiri ásakanir gegn honum um óviðeigandi hegðun í gegnum smáskilaboð. 

Abedin sótti um skilnað við Weiner árið 2016. Játaði hann fyrir dómi í maí árið 2017 að hafa skipst á klúrum smáskilaboðum við barn. Hann var dæmdur í 21 mánaðarlangt fangelsi. Hann sat inni frá nóvember 2017 fram í febrúar 2019.

Þau eiga saman 10 ára gamlan son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar