Konan og börnin verða eftir á Englandi

Coleen og Wayne Rooney
Coleen og Wayne Rooney AFP

Fótboltamaðurinn Wayne Rooney flytur einn til Bandaríkjanna til að þjálfa fótbolta. Eiginkona hans, Coleen var ekki hrifin af því að búa Bandaríkjunum og fann fyrir mikilli heimþrá. Fótboltaliðið D.C. United hefyr ráðið hann til sín en hann spilaði fyrir liðið 2018 til 2020. Þá bjó öll fjölskyldan með honum í Bandaríkjunum. 

Rooney segir þau hjónin hafa ákveðið að hann færi einn yfir hafið en hún og börnin yrðu eftir heima á Englandi.

„Ég og konan mín tökum að sjálfsögðu allar ákvarðanir saman og eins og staðan er núna verða þau eftir heima og koma í heimsóknir til mín. Hún styður mig en vill bara ekki koma með,“ segir Rooney í viðtali við the Sun.

Parið hefur verið saman frá því þau voru unglingar og þau giftu sig árið 2008. Þau eiga saman fjóra syni. Knatt­spyrn­u­stjarn­an hef­ur oft kom­ist í fjöl­miðla fyr­ir drykkju­læti og ótrúnað við eig­in­konu sína.

Rooney-fjölskyldan í Dúbaí.
Rooney-fjölskyldan í Dúbaí. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar