Þó íslenska kvennalandsliðið sé á fullu að undirbúa sig undir leik sinn gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta sem fram fer á Bretlandi um þessar mundir hafa þær haft tíma til að slá á létta strengi. Stelpurnar gerðu skemmtilegt myndband á TikTok í vikunni sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir birti á reikningi sínum.
Í myndbandinu herma stelpurnar eftir myndböndum af samfélagsmiðlum verslunarinnar No Name, en Kristín Stefánsdóttir í No Name er þekkt fyrir skemmtileg upphafsorð sín í myndböndum sínum.