Tónlistarkonan Grimes og uppljóstrarinn Chelsea Manning eru hættar saman. Parið hafði verið að hittast síðan í mars á þessu ári. Page Six greinir frá.
Grimes og Manning byrjuðu að hittast eftir að leiðir Grimes og barnsföður hennar Elon Musk skildu í upphafi árs 2022.
Þá hafði Page Six heimilidr fyrir því að samband kvennanna tveggja væri orðið alvarlegt og þær farnar að búa saman í Austin í Texas.
Um svipað leyti var greint frá því að Grimes var orðin tveggja barna móðir, en staðgöngumóðir gekk með annað barn þeirra Musk.